Tix.is

Event info

Hryllilegasta tónleikasýning sögunnar HALLOWEEN HORROR SHOW snýr aftur í Háskólabíó 26.október kl 21:00. Sýningin skartar einhverju af fremsta tónlistarfólki Íslands og koma þar fram Magni, Svala, Andrea Gylfa, Stebbi Jak, Greta Salóme, Dagur Sigurðsson, Camilla Rut, Ólafur Egill ásamt hljómsveit, röddum og leikurum.
Á tónleikunum verða leikin lög eins og Highway to Hell, Zombie, Creep, Thriller og lög úr Litlu Hryllingsbúðinni og Rocky Horror.

Tónleikasýning þar sem öllu er tjaldað til og enginn fer óskelkaður út. Á undan sýningunni verður hálftíma fordrykkur í anddyri Háskólabíós með alls kyns uppákomum og gestir geta hitað upp fyrir tónleikana. Tónleikagestir eru hvattir til að mæta í búningum og vegleg verðlaun eru í boði fyrir besta búninginn.

Leikstjórn er í höndum Gretu Salóme og Ólafs Egils og um leikmynd og búninga sér Elma Bjarney Guðmundsdóttir. Sýningin er framleidd af Forte ehf.

Tónleikasýning sem á sér enga líka og enginn má missa af. Þorir þú?