Tix.is

Event info

Sáið fræjum fyrir nýtt ár og verið hjartanlega velkomin í nýárskakóathöfn í Om setrinu með hugleiðslu, kröftugum öndunaræfingum, djúpri slökun og tónheilun þar hljómar kristalalkemíuskála, gongsins og fleiri hljóðgjafa hjálpa til við að auka tengingu inn á við. Þetta er fullkomið tækifæri til að opna hjörtun okkar fyrir dýpri sjálfsást og kærleik til annarra og setja ásetning fyrir árið 2020. Við sköpum rými til að dýpka tenginguna inn á við og hlusta og heyra það sem hjartað hvíslar með aðstoð hjartaopnandi kakóbolla, kristalla, heilandi tóna, nærandi samveru og hóporku.

Athöfnin kostar 5000 krónur. Takmarkað pláss er í boði og því nauðsynlegt að kaupa miða fyrirfram. Ef einhverjar spurningar vakna er þér velkomið að hafa samband í gegnum tölvupóst á kamilla@kako.is. Om setrið er á Hafnarbraut 6 í Njarðvík.

Nokkur góð ráð fyrir athöfn:
-Borðaðu létta máltíð fyrir athöfn og helst nokkrum tímum áður en hún hefst. Það er líka í boði að fasta.
-Ekki er ráðlagt að drekka kaffi sama dag og athöfnin fer fram.
-Áfengi og kakó fara ekki vel saman og því ráðlagt að drekka ekki áfengi kvöldið áður.
-Klæðstu þægilegum fatnaði. Það eru dýnur, teppi og púðar á staðnum.
-Láttu mig vita ef þú tekur inn geð- eða hjartalyf og ég get ráðlagt þér hvort eða hversu mikið kakó gott er að drekka.
-Það er góð hugmynd að taka með orkustöng, ávöxt eða smá nasl til að hafa við höndina strax eftir að athöfn lýkur.

Kakóið sem við drekkum frá regnskógum Guatemala er svokallað “ceremonial grade cacao” og sannkölluð ofurfæða. Kakó er blóðflæðisaukandi, hefur jákvæð áhrif á úthald og orku, minnkar bólgur, ýtir undir framleiðslu á gleðiboðefninu serótónín, lækkar streituhormónið kortisól og örvar vellíðunarstöðvar í heilanum og framleiðslu á endorfíni. Hér má lesa nánar um kakó.

Kakóathöfnina leiðir Kamilla Ingibergsdóttir yogakennari og tónheilari en hún hefur stundað yoga og hugleiðslu um árabil og kakóið hefur reynst henni dásamlegur hjálpari í gegnum ýmis verkefni í lífinu. Hér má lesa meira um Kamillu.