Tix.is

Event info

Þann 28. september verður blásið til stórtónleika í Lindakirkju þar sem þau Gói, Greta Salóme, Svala Björgvins og austurríska stórstjarnan Cesár Sampson flytja alla tónlistina úr kvikmyndinni The Greatest Showman ásamt kór Lindakirkju, Barnakór Lindakirkju og hljómsveit. Þessi tónlist hefur farið eins og stormur út um allan heim eftir að kvikmyndin kom út og hafa lög á við “A million dreams”, “This is me”, og “Never Enough” slegið gegn í útvarpi og víðar á undanförnum misserum. Ásamt þeim Góa, Svölu og Gretu Salóme kemur Cesár Sampson einnig fram en hann er stórstjarna í sínu heimalandi og lenti í þriðja sæti í Eurovision í fyrra. Það verður því öllu tjaldað til þegar tónlist The Greatest Showman verður flutt í Lindakirkju þann 28.september kl 21:00 og verður þetta tónlistarveisla fyrir alla fjölskylduna.

Tónlistarstjórn er í höndum Óskars Einarssonar og er sýningin framleidd af Forte ehf.
Leikstjórn og yfirumsjón er í höndum Gretu Salóme.