Tix.is

Event info

Þann 22. Ágúst næstkomandi mun nýstofnaður Piazzolla Quintet leika óviðjafnanlega argentínska tangóa eftir Astor Piazzolla.

Hljóðfæraleikararnir sem skipa kvintettinn eru:
Alexandra Kjeld – kontrabassa
Ásgeir Ásgeirsson – rafmagnsgítar
Joaquin Páll Palomares – fiðlu
Jón Bjarnason – píanó
Jón Þorsteinn Reynisson – harmoniku.

Á efnisskránni eru nokkur af helstu verkum Piazzolla fyrir þessa hljóðfæraskipan - og þar á meðal Árstíðirnar, en hann samdi verk fyrir hverja árstíð líkt og Vivaldi gerði á sínum tíma.

Astor Piazzolla fæddist í Argentínu árið 1921 og lést þar sömuleiðis árið 1992. Hann var tónskáld, bandoneonleikari og útsetjari, og er þekktur fyrir að vera frumkvöðull hinnar nýju tangótónlistar þ.e. nuevo tango, þar sem gætir mikilla áhrifa frá jazz og klassískri tónlist. Tónlist hans hefur notið mikilla vinsælda um allan heim.

 

Viðburðurinn hlaut styrk frá listsjóðnum VERÐANDI