Tix.is

Event info

Söngleikurinn We Will Rock You verður settur á svið í Háskólabíói nú í ágúst. Hann var frumsýndur árið 2002 á West End og sýndur fyrir fullu húsi til ársins 2014 og sló aðsóknarmet leikhússins Dominion Theatre.

Sýningin hefur verið tilnefnd til Olivier verðlaunanna í Englandi, sem þykir einn mesti heiður í þarlendu leikhúsi. Þá hefur hann einnig verið settur á svið á Broadway í New York, í Ástralíu, Rússlandi, Japan, á Spáni og víðar.

Queen hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu misseri eftir sýningu kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody sem sýnd var hér á landi á síðasta vetri og var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna og Golden Globe.

Söngleikurinn var saminn af Ben Elton í samstarfi við hljómsveitina Queen.

Með aðalhlutverk í sýningunni fara: Ragga Gísla, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Kristinn Óli Haraldsson (Króli), Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Katla Njálsdóttir, Berglind Halla Elíasdóttir og Páll Sigurður Sigurðsson.

Athugið að um takmarkaðan sýningarfjölda er að ræða.

Athugið, sýningin fer fram á íslensku