Tix.is

Event info

Þar sem samkomubann hefur verið sett á í landinu þarf Þjóðleikhúsið, eins og aðrar sviðslistastofnanir, að fresta sýningum um óákveðinn tíma. Helstu sviðslistastofnanir þjóðarinnar, þar á meðal Þjóðleikhúsið, eru í samstarfi um viðbrögð vegna Covid-19 veirunnar. 
Um leið og nýjar dagsetningar verða ákveðnar verður send út tilkynning. Sú regla gildir um miðakaup, að ef dagsetningu viðburðar er breytt, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýja dagsetningu. Ef ný dagsetning hentar ekki hafa stofnanirnar ákveðið að veita kaupanda rétt á endurgreiðslu, að því tilskildu að ósk um endurgreiðslu berist stofnuninni innan 7 daga frá tilkynningu um nýja dagsetningu.

Starfsfólk Þjóðleikhússins mun halda áfram að undirbúa næstu sýningar og næsta leikár. Við leggjum allt kapp á að viðhalda sköpunargleðinni í leikhúsinu, og hlökkum til að taka á móti ykkur í Þjóðleikhúsinu um leið og aðstæður leyfa.

Fimm strandaglópar ranka við sér á eyðieyju einhversstaðar milli raunheima og skáldskapar. Í framandlegu vistkerfi reyna þeir að endurskapa heiminn eftir minni. Á meðan leikmennina rekur á milli raunverulegra og ímyndaðra kringumstæðna birtast þeim sýnir á flökti milli fortíðar og framtíðar.

Marmarabörn (Marble Crowd) skapa myndræn sviðsverk þar sem hópurinn gerir atrennur að mögulegum og ómögulegum verkefnum. Eyður er önnur sýning þeirra í samstarfi við Þjóðleikhúsið en fyrri sýningin, Moving Mountains, var tilnefnd til gagnrýnendaverðlauna evrópska tímaritsins Tanz 2017 og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna 2019 í flokknum danshöfundur ársins.

„Hún sagði að paradís væri líklega á einhverri eyjunni en þar væri helvíti líka.“
-Judith Schalansky.

Flytjendur:
Katrín Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Saga Sigurðardóttir, Sigurður Arent Jónsson og Védís Kjartansdóttir

Marmarabörn í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu - Leiklistarráði.