Tix.is

Event info

Sönghátíð í Hafnarborg býður upp á ljóðatónleika með nýju söngstjörnunni Andra Birni Róbertssyni, sem nýverið hefur sungið í Konunglega óperuhúsinu Covent Garden og öðrum af fremstu óperuhúsum Evrópu. Honum til halds og traust er píanóleikarinn reyndi Ástríður Alda Sigurðardóttir. Saman flytja þau einn af hápunktum söngbókmenntanna frá rómantíska tímabilinu, hinn ástsæla Söngvasveig (Liederkreis op. 39) Roberts Schumann við ljóð eftir Eichendorff. Þau hefja hins vegar tónleikana með vel völdum íslenskum sönglögum eftir Sigvalda Kaldalóns, Jórunni Viðar og Árna Thorsteinsson.

Nánari upplýsingar á www.songhatid.isEfnisskrá:

Andri Björn Róbertsson, bassabarítón
Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó

Sigvaldi Kaldalóns
Á Sprengisandi   Grímur Thomsen
Lofið þreyttum að sofa   Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Kata litla í Koti   Gestur

Jórunn Viðar
Kall sat undir Kletti   Halldóra B. Björnsson
Varpaljóð á Hörpu   Jakobína Sigurðardóttir
Mamma ætlar að sofna   Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Árni Thorsteinson
Friður á jörðu   Guðmundur Guðmundsson
Fögur sem forðum   Guðmundur Guðmundsson
Kirkjuhvoll   Guðmundur Guðmundsson
Nótt   Magnús Gíslason

- Hlé   -

Robert Schumann
Liederkreis op. 39 / Söngvasveigur J. von Eichendorff
1. In der Fremde
2. Intermezzo
3. Waldesgespräch
4. Die Stille
5. Mondnacht
6. Schöne Fremde
7. Auf einer Burg
8. In der Fremde
9. Wehmut
10. Zwielicht
11. Im Walde
12. Frühlingsnacht


Um Sönghátíð í Hafnarborg:

Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin 28. júní - 14. júlí 2019. Nafn hátíðarinnar í ár vísar í eitt vinsælasta lag ástsæla tónskáldsins Atla Heimis Sveinssonar, sem féll frá fyrir skömmu. Hátíðin heiðrar minningu Atla Heimis með lokatónleikum þar sem sex söngvarar flytja úrval sönglaga hans, en tónleikunum lýkur með samsöng flytjenda og áhorfenda. Á Sönghátíð í Hafnarborg verða í boði alls sjö tónleikar með framúrskarandi söngvurum og hljóðfæraleikurum og margvísleg námskeið fyrir börn og fullorðna - leika sem lærða. Listrænir stjórnendur Sönghátíðar í Hafnarborg eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari. www.songhatid.is