Tix.is

Event info

Fimmtudaginn 7 nóvember verða tónleikar með söngkonunni og lagasmiðnum Jónínu Aradóttur. Jónína býr í Noregi þar sem hún vinnur að tónlistinni sinni og í október ferðast hún um Ísland og heldur tónleika á nokkrum vel völdum stöðum. Tónleikarnir á Bryggjan Cafe verða þeir síðustu á þessu tónleikaferðalagi Jónínu um Ísland og mun hljómsveitin mæta með. Hljómsveitin skipar Fúsi Óttars á trommur, Árni Þór Guðjónsson á gítar, Róbert Dan Bergmundsson bassa og Helgi Gerorgsson á hljómborð. Jónína deilir með okkur nokkrum vel völdum lögum úr eigin safni í bland við falleg íslensk dægurlög.

Jónína hefur spilað og komið fram víða á Íslandi, sem og í Danmörku og Bandaríkjunum. Hún sundaði nám við Musicians Institute í Los Angeles þar sem hún lauk Associate in Art and Performance gráðu árið 2013. Jónína gaf þar út sína fyrstu EP plötu, Jónína Aradóttir. Og haustið 2017 gaf Jónína út sína fyrstu 10 laga plötu, Remember.