Tix.is

Event info

Sveitatónlistarhátiðin Iceland Country Music Festival verður nú haldin í 3. sinn í Hvíta Húsinu á Selfossi.  Hátíðin hefur þegar skipað sér sess á meðal áhugafólks um sveitatónlist.   Fram koma Stefanía Svavarsdóttir,  Sarah Hobbs, Axel Ómarsson, Magnús Kjartansson og Dan Cassidy ásamt hljómsveit.


Stefaníu Svavars þarf vart að kynna fyrir landsmönnum enda ein besta söngkona landsins um þessar mundir. Stefanía hefur komið víða við og er vel þekkt fyrir sín flottu tök á hinum ýmsu tónlístarstefnum og er  sveitatónlistin er þar engin undantekning.


Það er okkur sönn ánægja að kynna til leiks söngkonuna Sarah Hoobs, frá Texas.  Sarah hefur verið að ryðja sér til rúms í sína heimafylki Texas, og hlaut nýlega verðlaun frá Texas Regional Radio Music Awards.  


Axel O þarf vart að kynna fyrir aðdáendum sveitatónlistar á Íslandi, þar sem hann hefur skipað sér sess em einn helsti starfansi söngvari á sviði sveitatónlistar á landinu.


Magnús Kjartansson þarf ekki að kynna fyrir íslendingum, enda löngu orðinn goðsögn í íslensku tónlistarlífi.  Maggi hefur komið víða við í íslenskri sveitatónlist.


Dan Cassidy fiðluleikari er íslendingum að góðu kunnur, og verður aftur með á hátíðinni, og það er mikill fengur að fá þennan hæfileikaríka köntrý tónlistarmann í aftur í hópinn í ár !


ATH:   Miðar keyptir hér á tix.is eru aðeins fyrir aðgang að tónleikum.  Matur er seldur sér á staðnum.

https://www.facebook.com/ICMFestival/

Sjáumst á Selfossi !