Tix.is

Event info

SKEPNA - Útgáfutónleikar “Dagar Heiftar og Heimsku”.


Skepna var að senda frá sér plötuna “Dagar Heiftar og Heimsku”. Af því tilefni heldur hljómsveitin útgáfutónleika á Hard Rock í Reykjavík, föstudaginn 14. júní. Skepna er kraftmikið rokktríó. Hallur Ingólfsson (XIII) leikur á gítar og syngur, Hörður Ingi Stefánsson (Brain Police) spilar á bassa og Björn Stefánsson (Mínus) spilar á trommur.


“Dagar Heiftar og Heimsku” kemur út á geisladiski og vínyl og hefur fengið frábærar viðtökur jafnt hjá tónlistaráhugafólki og gagnrýnendum. Skepna er þekkt fyrir framsækna, melódíska tónlist og skarpskyggna og beitta texta sem tala beint inn í samtímann eins og titill plötunnar gefur til kynna. “Dagar Heiftar og Heimsku” er tekin upp “live” og er engu bætt við nema söng. Lifandi orka og spilagleði Skepnu skilar sér því vel á plötunni og jafnvel enn betur á tónleikum.


Tónleikarnir hefjast kl 22:00 og miðaverð er 2000 kr.


Gagnrýnendur segja:


Hvert einasta lag slær af innlifun, einlægni og náttúrulegum krafti. - 5/5 - Marcin Kozicki.


“Three chords and the truth” sagði vís maður einhvern tíma. Ánægður með þessa plötu Skepnu. Kraftur, riffaveisla, melódíur og þessi strípaði fílíngur sem fæst úr orkutríóum. Og spilamennskan, maður minn. Svo þétt að það kemst ekki vatn á milli! - Arnar Eggert Thoroddsen.