Tix.is

Event info

Flensborgarkórinn og Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona leiða hér saman hesta sína og flytja dásamlega kórtónlist sem í flestum tilfellum hefur sjaldan eða aldrei verið flutt á Íslandi. Lagavalið er metnaðarfullt en afar fjölbreytt og má nefna verk frá Baskalandi, Lettlandi og Lapplandi auk þess sem karlaraddirnar fá að spreyta sig á gelísku.

Hallveig Rúnarsdóttir ætti að vera íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunn.
Ásamt því að starfa hjá Íslensku óperunni hefur hún komið fram sem einsöngvari víða um heim, og sungið sópranhlutverkið í mörgum helstu stórverkum tónbókmenntanna.

Flensborgarkórinn hefur nú starfað í rúm 10 ár og meðlimir hans eru lang flestir útskrifaðir Flensborgarar á aldrinum 20-36 ára. Kórinn hefur getið sér góðs orðs bæði hér heima og víðsvegar í Evrópu fyrir einstaklega tæran hljóm og góða framkomu.

Stjórnandi Flensborgarkórsins er Hrafnhildur Blomsterberg og Hrönn Þráinsdóttir leikur á píanó.