Tix.is

Event info

Viltu koma á rúntinn? Ég kem og sæki þig þar sem þú ert stödd/staddur í lífinu þínu og við förum tvö saman í klukkutíma rúnt.VInsamlegast gefðu upp símanúmer svo ég geti haft samband

Viltu koma á rúntinn?, er útskriftarverk Brynhildar Karlsdóttur af Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands. Verkið er klukkutíma samvera í bíl þar sem höfundur gerir tilraun til að kortleggja ferlið sem fer í gang þegar við byrjum að deita.  Höfundur veltir fyrir sér sögunum sem verða til í huganum, tilfinningasveiflunum og hvernig SMS skilaboð geta annað hvort sent mann í hæstu hæðir eða látið manni líða eins og maður sé einskis virði.

Áhorfandinn fær sína persónulega upplifun af frásögn Brynhildar og rými til að spegla sig í henni.