Tix.is

Event info

Hannesarholt hlúir af sönghefðinni með því að bjóða uppá fjöldasöng á tveggja vikna fresti að jafnaði yfir vetrartímann, allir taka undir fjöldasöng undir stjórn tónlistarfólks og textar birtast á tjaldi. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri.

Hjónin Sigríður Ása Sigurðardóttir og Gautur Garðar Gunnlaugsson sjá um söngstundina sunnudaginn 12.maí kl.14. Þau eru bæði tónmenntakennarar að mennt og búa í Reykjavík. Gautur hefur í tvo áratugi starfað í Tónastöðinni ehf. og Sigga Ása við tónlistaruppeldi barna í ýmsum skólum og starfar nú á leikskólanum Sólborg. Þau ætla að stýra gestum við að syngja inn vorið og sumarið 12.maí og vona sannarlega að veðurguðirnir verði með okkur í liði. Veitingahúsið í Hannesarholti er opið frá 11.30 - 17 þennan dag og er tilvalið að fá sér dögurð á undan söngnum eða kaffi á eftir.