Tix.is

Event info

Söngkona Hjördís Geirs hefur starfað í tónlistarbransanum á Íslandi sleitulaust í 60 ár og því ber að fagna. Hjördís steig fyrst á svið árið 1959 með Hljómsveit Gissurar Geirs og hefur verið að síðan þá, sungið með hinum ýmsu hlómsveitum, stjórnað sinni eigin, starfað sem skemmtanastýra á Spáni og skemmt um allt land. Hjördís fagnar þessum tímamótum á 75 ára afmælinu sínu og fær til sín góða gesti ásamt því að fjölskyldumeðliðir stíga á stokk og hefja upp raust sína. Fram koma:

Ómar Ragnarsson, Björn Thoroddsen, Kristjana Stefánsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Hera Björk ásamt Stórsveit Íslands undir stjórn Daða Þórs Einarssonar og hljómsveit undir stjórn Pálma Sigurhjartar skipuð þeim Róberti Þórhallssyni bassaleikara og Einari Val Scheving trommuleikara.


Athugið! Uppselt var á síðustu tónleika með skömmum fyrirvara og komust færri að en vildu. Tryggðu þér miða strax!