Tix.is

Event info

Í tilefni Flamenco sýninganna í Salnum í Kópavogi verður efnt til Masterclass með listamönnunum sem þar fram koma. Þátttakendur námskeiðsins fá einstakt tækifæri til að skyggnast bakvið tjöldin hvað varðar leyndardóma Flamenco frá innfæddum. Útskýrður verður mismunur hinna fjölmörgu stíla Flamenco, hvernig uppbyggingin og hvernig ryþminn er skynjaður. Boðið verður uppá grunnkennslu í dansi, söng og gítarleik. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að.

Flamenco er listform sem á rætur sínar að rekja til Andalúsíu á Spáni. Enn þann dag í dag er Andalúsía mikilvægasti staður Flamenco en þar fer mesta þróunin fram. Talið er að aldur Flamenco sé um 250 ár, en ræturnar liggja í Arabískri-, Gyðinga- og Spænskri þjóðlaga tónlist.