Tix.is

Event info

Hljómsveitirnar Rock Paper Sisters og KUL koma saman fram og bjóða sumarið velkomið með hressandi rokki á sumardeginum fyrsta á Græna Hattinum.

Liðsmenn Rock Paper Sisters eru:
Eyþór Ingi
Jónbi (Brain Police)
Þorsteinn (volcanova)
Þórður Sigurðsson

Liðsmenn Kul
Heiðar Örn (Botnleðja)
Helgi Rúnar (benny crespo's gang)
Hálfdán (sign)
Skúli Gíslasson

Ein yngsta sveit rokksögunnar Rock Paper Sisters var stofnuð á haustdögum 2017 af þeim Eyþóri Inga, Jónba, Steina og Þórði. Þrátt fyrir ungan aldur sveitarinnar er hún klyfjuð af reynslu og koma meðlimir úr hinum ólíkustu áttum í tónlist. Bandið er eitt af mörgum böndum sem hefur verið stofnað í partý en sennilega það eina sem lét verða af því að hittast, æfa og hvað þá koma fram. Markmið sveitarinnar var frá upphafi að vera ekkert að ofhugsa hlutina og semja bara áhyggjulaust rokk og ról. Í lok sumars kom sveitin fyrst opinberlega fram þegar hún fékk þann heiður að hita upp fyrir Billy Idol í Laugardalshöll, síðan kom hún fram á Iceland Airwaves og mun svo koma fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði ásamt öðrum tónleikum. Sveitin sem vinnur nú að sinni fyrstu breiðskífu hefur gefið út þrjú lög, Howling Fool, Wings og New Role og má búast við að meira megi heyrast af henni á næstu misserum.


https://www.youtube.com/watch?v=4F1teYKjU74
KUL er glæný rokkhljómsveit. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa allir verið virkir í íslensku tónlistarlífi um árabil en það eru þeir Heiðar Örn Kristjánsson (Botnleðja, The Viking Giant Show, Pollapönk), Helgi Rúnar Gunnarsson (Benny Crespo´s Gang, Elín Helena, Horrible Youth), Hálfdán Árnason (Himbrimi, Sign, Legend) og Skúli Gíslason (The Roulette, Different Turns). KUL gáfu út lagið ´Drop Ypur Head´ seint á síðasta ári og vinnur um þessar mundir að sinni fyrstu plötu með upptökustjóranum Arnari Guðjónssyni.
https://www.youtube.com/watch?v=cauNyEdvAV8