Tix.is

Event info

DIMMA hefur legið í dvala undanfarna mánuði en rís nú upp á ný og mun spila víðsvegar um landið með nýja liðsskipan en trommuleikarinn Egill Örn Rafnsson (áður í Sign) gekk nýlega til liðs við DIMMU, sem er sem fyrr skipuð þeim Stefáni Jak söngvara, Ingó Geirdal gítarleikara og Silla Geirdal bassaleikara.

Tónleikar DIMMU eru fyrstu tónleikar sem DIMMA heldur í frystiklefanum en áður hafa þeir komið þar fram með Bubba Morthens, en þeir munu nú flytja öll sín þekktustu lög í bland við önnur sem sjaldan heyrast á tónleikum.

DIMMA hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem ein vinsælasta rokksveit landsins.

Þeir hafa til þessa gefið út fimm hljóðversskífur og jafnmargar tónleikaplötur, átt fjölmörg lög sem flogið hafa hátt á vinsældalistum ljósvakamiðla og leikið á hundruðum tónleika út um allt land.

Þá hafa þeir fengið fjölda viðurkenninga fyrir lifandi flutning en margir vilja meina að DIMMA sé ein allra besta tónleikasveit landsins enda hefur verið uppselt á alla tónleika þeirra undanfarið.