Tix.is

Event info

Rokksöngleikurinn Vorið vaknar

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz

ATHUGIÐ: Aukasýningin 3. maí verður kl. 19. Aðrar sýningar eru kl. 20.

Vorið vaknar er rokksöngleikur um ungt fólk í skóla á 19. öld í Þýskalandi, byggður á leikriti eftir Frank Wedekind frá 1891. Söngleikurinn sjálfur var frumsýndur árið 2006 á Broadway og vann til hvorki meira né minna en átta Tony-verðlauna. Söngleikurinn fjallar um ungt fólk að vakna til náttúrunnar og þröngsýnt samfélagið sem reynir að bæla þau niður.

Börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.

Leikstjórn og þýðing: Orri Huginn Ágústsson.
Tónlistarstjórn: Ingvar Alfreðsson
Hljóðstjórn: Kristján Sigmundur Einarsson, Kristinn Gauti Einarsson
Ljósahönnun: Jóhann Bjarni Pálmason
Hljómsveit:
Ingvar Alfreðsson: Hljómsveitarstjórn, hljómborð
Valdimar Olgeirsson: Bassi
Þorvaldur Halldórsson: Trommur
Davíð Sigurgeirsson: Gítar

Söngleikjadeildin er nú á sínu sjötta starfsári og starfar af miklum hug að menntun í söngleikjalist hér landi. Verkið í fyrra var hið framsækna verk Heathers og valdir nemendur úr öllum skólanum voru einnig leikhópur/kór í Óperudraugnum í Eldborg, en draugurinn var tilnefndur til Grímuverðlauna á síðasta ári.

Deildarstjóri söngleikjadeildar: Þór Breiðfjörð

Kennarar: Jana María Guðmundsdóttir og Valgerður Guðnadóttir