Tix.is

Event info

Fimmtudaginn 4. apríl mun Kristín Anna halda útgáfutónleika vegna plötunnar I Must Be The Devil í Dómkirkjunni. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og húsið opnar kl. 20:00


Kristín Anna Valtýsdóttir gefur út hljómplötuna I Must Be the Devil föstudaginn 5. apríl hjá Bel-Air Glamour Records útgáfunni í samstarfi við The Vinyl Factory, platan inniheldur tónlist sem er samin fyrir píanó og rödd á árunum 2005-2017. Kristín Anna tók plötuna upp í samstarfi við tónskáldið Kjartan Sveinsson. Kristín hefur verið tíður samstarfsmaður listamanna á borð við Ragnar Kjartansson, Bryce og Aaron Dessner, Animal Collective, Mice Parade, Gyðu Valtýsdóttur og PEOPLE hópinn.