Tix.is

Event info

Hvað gerist þegar við getum ekki lengur greint á milli ímyndunar og raunveruleika?


Iður er nýtt íslenskt tónleikhúsverk byggt á sönnum atburðum um Mark Kennedy, lögreglumann og fjölskylduföður. Þetta er þó einungis það sjálf sem er á yfirborðinu, því hann er uppljóstrari í leynum. Þegar verkið gerist standa ensk yfirvöld í stappi við róttæka aðgerðarsinna. Mark er ómissandi í þeirri baráttu, þar sem hann hefur lagt allt undir í því að villa á sér heimildir innan raða umhverfissinna.


Á meðan Mark færist stöðugt nær innsta hringnum í þeim hópum sem eru undir stækkunargleri yfirvalda, neyðist hann til að halda hluta af sér leyndum fyrir þeim sem standa honum næst. Þetta ástand getur auðvitað ekki varað lengi og óhjákvæmilega endar hann í yfirheyrslu hjá aðgerðarsinnunum sem hann þóttist vera í liði með. Mun hann segja þeim allt af létta? Munu þeir geta fyrirgefið honum?


Þegar upp komst um Mark var hann fenginn til yfirheyrslu hjá aktívistunum þar sem hann sagði allt af létta.


Í Iður er velt upp spurningum um raunveruleikann, sjálfsmynd og stað okkar í tilverunni. Inn í verkið fléttast aríur og kórlög við texta eftir endurreisnarskáldið John Donne. Þau hafa að leiðarstefi innri baráttu mannsins og spurningar um lífið og dauðann.


Höfundur, Leikstjóri og Tónskáld: Gunnar Karel Másson
Leikari: Hlynur Þorsteinsson
Dramatúrg: Saga Sigurðardóttir
Leikmynd og búningar: Tinna Ottesen
Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson
Tónlistarstjóri: Helgi Rafn Ingvarsson
Myndræn hönnun: Árni Már Erlingsson