Tix.is

  • Apr 26th 8:00 PM
  • Apr 26th 11:00 PM
Ticket price:3.900 - 6.900 kr.
Event info

20:00 - UPPSELT
23:00 - Aukatónleikar

ARG Viðburðir í samstarfi við Gull léttöl kynna með stolti:

ALDAMÓTATÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI.

Fannst þér gaman að fara á ball?

Sástu Skímó á Broadway, Írafár á Gauknum, Á móti sól á Breiðinni eða Land og syni í Sjallanum? Langar þig að sjá og heyra lög með þessum böndum flutt live?

Ef svarið er já við einhverjum af þessum spurningum ertu stálheppin/n.

26. apríl kemur landslið íslenskra popparra fram í Háskólabíói.

Þau sem fram koma eru:
* Magni
* Hreimur
* Gunni Óla
* Einar Ágúst
* Birgitta Haukdal

Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið í hljómsveitum sem voru gríðarlega vinsælar og virkar í kringum síðustu aldarmót. Og gott betur en það, því flest af þessum böndum eru ennþá í fullu fjöri og allir söngvararnir eru enn starfandi sem tónlistarfólk.

Tónleikarnir verða tvískiptir, fyrir hlé munu ballöðurnar og rólegu lögin verða flutt en eftir hlé verður allt gert vitlaust og talið í hverja sprengjuna á fætur annarri.

Hljómsveitarstjóri verður hinn eini sanni Viggi úr Írafár og mun hann ásamt bestu hljóðfæraleikurum Íslands sjá til þess að allur flutningur verði upp á tíu.

Kynnir kvöldsins kemur alla leið frá Tenerife og er best þekktur sem “Svali á FM”.

20 ára aldurstakmark
Lóðin hlaðast á mig....da dada!