Tix.is

Event info

Great Grief er íslensk hljómsveit sem kom saman fyrir u.þ.b 6 árum. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 2014 í gegnum þýsku plötuútgáfuna Lifeisafunnything og fóru síðan víða um norður ameríku á tónleikaferðalög. Hljómsveitin hefur þó þótt ansi óhefðbundin, þar sem þeir voru aldrei vel þekktir á Íslandi en fóru víða um heiminn samt sem áður á sínum eigin forsendum, með svokölluðum “Do it yourself” vinnubrögðum.

Nýverið skrifaði hljómsveitin undir plötusamning við Amerísku plötuútgáfuna No Sleep Records, og gaf út sína fyrstu breiðskífu sem heitir “Love, Lust and Greed” í Desember. Platan fékk hlýjar viðtökur frá fjölmiðlum á borð við Consequence of Sound og Revolver.

Platan “Love, Lust and Greed” fer djúpt í umræðuna um hversu innilokað ísland virðist vera, og hvernig gamlir hagsmunir virðast ríkja völdum hér á landi. En einnig er sungið um geðheilsu og baráttu við manískt þunglyndi. Reykjavík Grapevine tók söngvara hljómsveitarinnar í viðtal í Desember og þar var rætt hvert lag fyrir sig, hægt er að finna greininna hér:

https://grapevine.is/culture/music/2018/12/07/track-by-track-love-lust-and-greed-by-great-grief/

Þónokkrir gestir láta sjá sig á plötunni, en meðal þeirra er t.d fyrrum forsprakki hljómsveitarinnar Mínus, Krummi Björgvins, sem kemur fram á tveimur lögum.


Núna tveim mánuðum eftir útgáfu ætla þeir að halda útgáfutónleika á dansbarnum Húrra, ásamt góðum vinum sem munu bjóða upp á mjög fjölbreytta dagsskrá. Ásamt þeim koma fram DJ Dóra Júlía, Elli Grill og hljómsveitin Grit Teeth. Platan verður einnig til sölu á vínyl á staðnum.

Tónleikarnir verða Laugardaginn, 23. Febrúar 2019.
Verð við hurð er 2000 Kr. En 1500 í forsölu á tix.is