Tix.is

Event info

Kvöldstund í Hannesarholti með Sigursteini Mássyni, fimmtudagskvöldið 7.febrúar. Að Að vera sáttur og halda í vonina, er grunnur batans að áliti Sigursteins.  Nýlega kom út bók hans Geðveikt með köflum, sem fjallar um fjóra geðveika kafla í lífi Sigursteins, en hann greindist með geðhvörf haustið 1996. Hann var formaður Geðhjálpar í átta ár og lét að sér kveða í geðheilbrigðismálum um árabil. Áður var hann sjónvarpsfréttamaður og vann að gerð heimildarmynda m.a. um hin svonefndu Geirfinns- og Guðmundarmál. Síðustu fimmtán ár hefur hann starfað að dýravelferðarmálum. Sigursteinn mun í höfundarspjalli sínu lesa kaflabrot upp úr bók sinni og svara spurningum um efni hennar en einnig ræða við gesti um geðheilbrigðismál í víðu samhengi.

Veitingastofurnar verða opnar fram eftir kvöldi og gestum býðst að snæða kvöldverð í veitingastofunum á undan spjallinu ef þeir óska. Borðapantanir á hannesarholt@hannesarholt.is eða í síma 511-1904. Matseðil kvöldsins má finna á heimasíðunni undir veitingastaður.