Tix.is

Event info

Í tilefni af 70 ára afmæli Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur verða haldnir minningartónleikar um Jón Stefánsson í Langholtskirkju 23. febrúar 2019. Margir af fremstu tónlistarmönnum landsins, nemendur og samstarfsfólk Jóns og Ólafar Kolbrúnar í gegn um tíðina, munu þar koma saman til að heiðra minningu Jóns.

Á tónleikunum verður úthlutað í fyrsta sinn úr Minningarsjóði Jóns Stefánssonar. Aðgangseyrir rennur óskiptur í sjóðinn.


“Markmið sjóðsins er að styðja ungt fólk sem er að hasla sér völl á sviði tónlistar og styrkja önnur verkefni sem stjórn sjóðsins metur að falli að hugsjónum Jóns Stefánssonar. Þessi verkefni geta verið af ýmsum toga og er það stjórnar stjóðsins að velja verkefni eftir reglum sjóðsins á hverjum tíma. Almennt er miðað við að tilnefndir einstaklingar hafi lokið framhaldsnámi í tónlist og séu að  hefja eða komnir í tónlistarnám á háskólastigi. “


Meðal þeirra sem fram koma eru:

Eivör Pálsdóttir

Garðar Thor Cortes

Viðar Gunnarsson

Harpa Harðardóttir

Þóra Einarsdóttir

Hrönn Þráinsdóttir

Lára Bryndís Eggertsdóttir

ásamt fjölda annarra tónlistarmanna sem hafa unnið með Jóni og Ólöfu í gegn um árin.