Tix.is

Event info

Viðtalstónleikar Gunnars Guðbjörnssonar

Kristinn Sigmundsson er gestur Gunnars Guðbjörnssonar.

Gunnar Guðbjörnsson fær nokkra af þekktustu óperusöngvurum Íslands til sín í spjall í Salnum og fer með þeim yfir söngferil þeirra, lífið og listina. Að þessu sinni er stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson gestur Gunnars.


Kristinn Sigmundsson lagði stund á söngnám hjá Guðmundi Jónssyni, Helene Karusso og John Bullock.

Hann hefur komið fram í óperu- og tónleikahúsum víðsvegar um heim í u.þ.b. þrjá áratugi, svo sem New York, San Francisco, Los Angeles, Milano, London, Berlín, Amsterdam, Brüssel, Tokyo og Beijing.

Hann hefur sungið yfir 100 óperuhlutverk. Meðal þeirra má nefna Gurnemanz(Parsifal), König Heinrich(Lohengrin), Daland(Hollendingurinn Fljúgandi), Landgraf(Tannhäuser), Marke Konung(Tristan og ísold), Rocco(Fidelio), Baron Ochs (Rósariddarinn), LaRoche (Capriccio), Mephistopheles(Faust) og Osmin (Brottnámið úr kvennabúrinu)

Hann hefur haldið marga ljóðatónleika á Íslandi, aðallega með Jónasi Ingimundasyni. Þeir hljóðrituðu Svanasöng og Vetrarferð Schuberts, auk nokkurra diska með íslenskum og erlendum sönglögum. Hann hefur auk þess tekið upp Vetrarferðina með Víkingi Ólafssyni. Af öðrum upptökum má nefna Don Giovanni og Töfraflautuna undir stjórn Arnolds Östman(Decca),Jóhannesar- og Mattheusarpassíu Bachs með Franz Bruggen(Phillips) Szenen aus Goethes Faust eftir Schumann undir stjórn Philippe Heereweghe(Harmonia Mundi), Fidelio undir stjórn Sir Colin Davis(London Symphony Orchestra), Die Gezeichneten eftir Franz Schreker, stj. Lothar Zagrosek(Deutsche Grammophon) og síðast en ekki síst, The Ghosts of Versailles eftir John Corigliano undir stjórn James Conlon(Los Angeles Óperan). Sú upptaka vann til tvennra Grammy-verðlauna.

 

Meðal viðurkenninga sem Kristinn hefur hlotið eru:

1983: Philadelphia Opera prize og Opernwelt-verðlaunin í Belvedere óperusöngvarakeppninni í Vín

1991: Stämgaffeln - Det klassiska svenska fonogrampriset

1995: Íslensku tónlistarverðlaunin

1995: Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu

2005: Bæjarlistamaður Kópavogs

2010: Íslensku tónlistarverðlaunin

2011: Íslensku tónlistarverðlaunin

2011: Útflutningsverðlaun Forseta Íslands og Íslandsstofu

2015: Grímuverðlaun - Söngvari ársins

2016: Íslensku tónlistarverðlaunin - Heiðursverðlaun.

2017: Grammy awards


Tónleikaröðin er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs og unnin í samstarfi við Íslensku Óperuna.

Gunnar Guðbjörnsson invites six of Icelands best known operasingers for a talk. The singers will sing and talk about their carreers.