Tix.is

Event info

Salurinn kynnir Rapphátíð í Kópavogi.

Danskir, sænskir og íslenskir tónlistarmenn sem slegið hafa í gegn í rapp og hipp hopp senunni koma fram á rapphátíð þann 19. janúar

Meðal þeirra sem koma fram eru:

Herra Hnetusmjör

Cell7

Huginn

Blaz-Roca

Raske Penge ásamt Ham Der Hasse

Iris Gold

Lilla Namo

Dagskrá tónleikana; 

19:00 – Blaz-Roca, Iris Gold
20:30 – Cell7, Huginn og Lilla Namo
22:00 – Herra Hnetusmjör, Raske Penge

Raske Penge: Er einn af frægustu og fremstu tónlistarmönnum á sviði dancehall/reggae tónlistar í Danmörku og nágrannaþjóðum og hefur meðal annars komið fram á Hróarskeldu fyrir framann 50þúsund manns. Raske Penge mun í þetta eina sinn koma fram sem sóló artist ásamt Ham Der Hasse, sem er lykilmaður frá gullöld danskri Raggae senunar og munu þeir samann blanda samann Raggae og Dancehall tónlist í Salnum 19. janúar!

Lilla Namo: Er listamaður frá Svíþjóð sem lætur hæfileika sína og boðskap ekki skarast á við trúverðugleika. Hún sló í gegn árið 2012 þegar lögin „Haffa Guzz“ og „Höj volymen“ litu dagsins ljós og Lilla Namo var á allra vörum í sænsku útvarpi. Höj volymen var meðal annars sagt vera svar Svíþjóðar við hinu klassíska „99 Problems“ eftir Jay-Z. Tónlistarstíllinn hennar gerði það að verkum að hún var meðal annars tilnefnd til „Årets Svenska rap“ hjá Musikguiden í P3 Gull, verið tilnefnd til Grammy verðlaunar sem textahöfundur ársins og Jan Gradvall hefur líka nefnt hana sem ein af bestu textahöfundum landsins.

Iris Gold: Fædd í London en ólst upp í Danmörku umkringd tónlist var það sem fékk Irisi til þess að syngja og rappa á æskuárum sínum. Í dag semur hún blöndu af klassísku hip-hopi, popp og soul tónlist. Hún gaf fyrsta lagið sitt „Goldmine“
út árið 2015 sem naut vinsældar hjá gagnrýnendum og sögðu hana hafa einstakan tónlistarstíl. Árið sem er að líða hefur verið viðburðaríkt hjá henni, en hún hefur komið fram á meira in 80 sýningum og hátíðum.

Herra Hnetusmjör: Sonur Kópavogs eins og hann er oft kallaður er íslendingum kunnugur. Einn af vinsælustu röppurum landsins og á hann fjölmörg lög sem hafa trónað á toppi tónlistar síðustu ár.

Huginn: Hann gaf út sína fyrstu plötu sumarið 2018 „Eini strákur“ og hefur hún slegið í gegn í íslensku tónlistarlífi. Lagið hans „Veistu af mér“ hefur verið á topp 10 lista yfir vinsælustu lög íslands á Spotify.

Cell7: Mun koma fram í Salnum í fyrsta skipti á Rapp í Kópavogi. Lagið City LIghts kom út 2017 og var það lag m.a. tilnefnt sem rapplag ársins á íslensku tónlistarverðlaununum. Í næsta mánuði er svo von á næstu plötu.

Blaz Roca: sló í gegn á tíunda áratugnum meðal annars með xxxRottweiler. Hann hefur tekið þátt í fjölda tónlistarverkefna svo sem Hæstu höndinni sem er samvinnuverkefni með dönsku framleiðendunum í Madness4real. Auk þess að vinna að eigin sólóferli. Auk tónlistar hefur hann unnið að þáttagerði í sjónvarpi og útvarpi og haldið fyrirlestra og námskeið.