Tix.is

Event info

Lúsíuhátið í Seltjarnarneskirkju.

Að vanda stendur Sænska félagið á Íslandi fyrir Lúsíuhátið 13. desember með tónleikum í Seltjarnarnesskirkju.

Lúsíuhátið náði fótfestu á Norðurlöndunum, fyrst í Värmland í Svíþjóð á 18. öld, en breiddist síðan út um alla Svíþjóð og víðar á Norðurlöndum. Heilög Lúsía á hins vegar uppruna sinn í borginni Syracusa á Sikiley, Sænska félagið á Íslandi hefur frá stofnun 1954 hadið Lúsíuhátið innan sinna raða, en frá 1991 hafa verið haldnir opinberir tónleikar í tilefni hátíðarinnar þar sem Lúsía, prýdd kórónu með kertum, fer fremst í flokki kórs hvítklæddra meyja, jólasveina og piparkökukarla sem bera birtu í skamdegið með söng hefðbundinna Lúsíu -og jólalaga.

Stjórnandi kórs og hljómsveitar frá 1991 er Maria Cederborg sem kallar saman hóp barna og fullorðinna á hverju hausti til að undirbúa Lúsíuhátiðina.

Aðgangseyrir: 3.500 kr. Börn undir 6 ára ókeypis. Innifalið í verði er kaffi/safi, lúsiúbollu og píparkökur sem verða á boðstólum að tónleiknum loknum. Velkomin!