Tix.is

Event info

Íshokkísamband Íslands hefur fengið það hlutverk frá Alþjóða íshokkísambandinu (IIHF) að halda heimsmeistaramót U20 í íshokkí, 2019 IIHF U20 World Championship. 

Mótið verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal 14. – 20. janúar 2019.

Þátttökuþjóðir eru auk Íslands, Ástralía, Búlgaría, Nýja Sjáland, Kína, Kínverska Taipei, Suður Afríka og Tyrkland. 

Fyrsti leikur Íslands verður á móti Ástralíu og hefst leikur kl 17:00, mánudaginn 14. janúar. 

Það er mjög mikilvægt að strákarnir okkar fái góðan stuðning úr stúkunni og hvetjum við alla að tryggja sér miða í tíma og mælum við með vikupassa sem gildir á alla leiki mótsins. 

Allur hagnaður miðasölu verður notaður í barnastarf íshokkí á Íslandi. 

Happadrætti, dregið verður úr seldum miðum og hlýtur vinningsaðilinn landsliðstreyju frá strákunum okkar. Dregið verður úr seldum miðum í lokaleik íslenska liðsins. 

Nánari upplýsingar um mótið www.ihi.is . 


Dagskrá heimsmeistaramótsins: 

Mánudagur 14. janúar

10:00 Búlgaría – Suður Afríka

13:30 Kína – Nýja Sjáland

17:00 Ísland - Ástralía

20:30 Tyrkland – Kínverska Taipei 


Þriðjudagur 15. janúar

10:00 Búlgaría – Nýja Sjáland

13:30 Suður Afríka - Kína

17:00 Ísland – Kínverska Taipei

20:30 Ástralía - Tyrkland 


Fimmtudagur 17. janúar

10:00 Kínverska Taipei - Ástralía

13:30 Nýja Sjáland – Suður Afríka

17:00 Tyrkland - Ísland

20:30 Kína - Búlgaría 


Laugardagur 19. janúar

10:00 Undanúrslit

13:30 Undanúrslit

17:00 Undanúrslit

20:30 Undanúrslit 


Sunnudagur 20. janúar

10:00 Úrslit 7. og 8. sæti

13:30 Úrslit 5. og 6. sæti

17:00 Bronsleikur

20:30 Gullleikur 


Dagspassi, gildir á alla leiki viðkomandi dags, kr 2.000.-

Vikupassi, gildir á alla leiki mótsins, kr 6.000.-