Tix.is

Event info

Síðastliðin 10 ár hefur hljómsveitin haldið tónleika í kringum jólahátíðirnir í Fríkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir verða á sínum stað í ár en í þetta skiptið verða þeir haldnir sunnudaginn 30. desember í  stað Þorláksmessu líkt og undanfarin ár.

Árið 2018 hefur verið viðburðarríkt hjá Árstíðamönnum og gáfu þeir út tvær plötur í fullri lengd. Annars vegar kom fjórða breiðskífa Árstíða (NIVALIS) út í sumar sem var gefinn út um allan heim.  

Í nóvember kom síðan út samstarfsplata með tónlistarmanninum Magnúsi Þór Sigmundssyni sem inniheldur óútgefin lög úr smiðju Magnúsar sem Árstíðir útsettu með honum.

Árstíðir eru um þessar mundir á tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem þeir halda hátíðartónleika í fyrsta skipti utan Íslands.

Samkvæmt hefð verða á tónleikunum flutt frumsamin lög úr smiðju Árstíða í bland við jóla- og hátíðarlög í útsetningu sveitarinnar. Búast má við frábærri hátíðarstemmningu á tónleikunum en þeir hafa verið haldnir árlega í Fríkirkjunni síðan 2009.