Tix.is

Event info

Raggi Bjarna 85 - kveður stóra sviðið

Nú er komið að vatnaskilum hjá Ragga Bjarna og íslensku þjóðinni þegar þessi eilífðartöffari heldur sína allra síðustu tónleika á stóra sviðinu.

Fjöldi söngvara og hljóðfæraleikara koma fram ásamt Ragga Bjarna sjálfum og flytja lögin sem hann hefur gert ódauðleg með söng sínum síðustu áratugina.

Raggi hefur staðið í framvarðarsveit íslenskrar tónlistar síðustu 70 ár en hann var aðeins 15 ára þegar hann settist við trommusettið í hljómsveit föður síns, Bjarna Böðvarssonar.

Ekki leið á löngu þar til hann hóf að syngja með hljómsveitinni og síðan hefur Ragnar ekki slegið slöku við.

Hann hefur flutt vinsælustu lög þjóðarinnar á hverjum áratug ferils síns svo það má með sanni segja að stór partur af íslensku tónlistarlífi hafi verið á hans herðum í gegnum tíðina.

Þetta eru tónleikar sem verða ekki endurteknir!

Umsjón: Dægurflugan ehf