Tix.is

Event info

Stórsöngvarinn Valdimar Guðmundsson heldur jólatónleika sína í Bruggsal Bryggjunnar Brugghúss, laugardagskvöldið 22. desember. Tónleikar hefjast klukkan 22:00 en opnað verður í salinn uppúr kl. 21:00. Ekki verður hægt að taka frá sæti í salnum og er mælst til að fólk mæta tímanlega.

Miðasala hefst á Tix.is, miðvikudaginn 21. nóvember klukkan 10:00 - Miðaverð í forsölu er 4.500 kr. - Athugið að miðaframboð er mjög takmarkað og ekki verður hægt að bæta við tónleikum á öðrum degi.

Valdimar heldur þessa tónleika auðvitað ekki einn og yfirgefinn. Þvert á móti hefur hann fengið til liðs við sig enga aðra en gítarleikarana Guðmund Óskar Guðmundsson (Innri Njarðvík) og Örn Eldjárn (Tjörn í Svarfaðardal).
Leikin verða uppáhalds jólalög þremenningana í bland við eigið efni með sérstökum hátíðarbrag. Ekki missa af þessum hugljúfu tónleikum.

Við hvetjum tónleikagesti til að koma snemma í kvöldverð á veitingastað Bryggjunnar. Eldhúsið er opið frá 17:00. Borðapantanir í síma 456-4040 og á bryggjanbrugghus.is