Tix.is

Event info

Þrír kórar og söngsveit blása til jólalagastórveislu í Langholtskirkju þriðjudaginn 18. desember klukkan 20:00.
Kórarnir eru Karlakórinn Esja undir stjórn Kára Allanssonar, Kvennakórinn Katla undir stjórn Lilju Daggar Gunnarsdóttur og Hildigunnar Einarsdóttur og Drengjakór Reykjavíkur undir stjórn Helga Rafns Ingvarssonar. Auk þeirra kemur söngsveitin OLGA Vocal Ensemble alla leið frá Utrecht í Hollandi.
Saman flytja þau sín uppáhaldsjólalög með hátíðarbrag.