Tix.is

Event info

IÐNÓ KYNNIR: Hátíðarkvöldverð á 3.aðventudegi jóla ásamt lifandi jólatónlist og ábreiðum frá hátíðarhljómsveit Daníels Hjálmtýssonar.

Sérstakur gestur verður Elín Harpa Héðinsdóttir söngkona ásamt fleirum.


DAGSKRÁ
19.00 - Fordrykkur í anddyri
19.30 - Hátíðarsalur opnar
20.00 - Forréttur í hátíðarsal
20.30 - Aðalréttur
21.00 - Daníel Hjálmtýsson Band (Frá Cohen til Cave)
22.00 - Dessert og kaffi
22.30 - Daníel Hjálmtýsson Band (Sígild jólalög af gamla skólanum)

MATURINN
SÉRSTAKUR HÁTÍÐARSEÐILL IÐNÓ

---FORRÉTTUR---
Léttreykt og grafin bleikja borin fram með karmelíseruðum rófum, dill og ristaðar heslihnetur.

---AÐALRÉTTUR---
Greni og hvítlauks grillaður lamba hryggur, íslenskt rauðkál og pistasíur.
Appelsínu og anis krydduð kartafla ásamt blóðbergs soðsósu.

---DESSERT---
Marsípan möndlu kaka, posheraðar mandarínur og mandarínu krapís.

MÚSÍKIN

Hátíðarhljómsveit Daníels Hjálmtýssonar flytur blöndu af bestu jólalögum gamla skólans ásamt því að flytja m.a. lög Leonard Cohen og Nick Cave svo eitthvað sé nefnt. Daníel fór fyrir Nick Cave & The Bad Seeds heiðurstónleikum í Tjarnarbíó í september sl. við vægast sagt stórfenglegar undirtektir og hefur hann leitt heiðurs - og minningartónleika Leonard Cohen síðustu ár þar sem uppselt hefur verið á alla tónleika verkefnisins í Reykjavík hingað til.

Hátíðarhljómsveitin samanstendur af þeim Hálfdáni Árnasyni bassaleikara, Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni píanóleikara og Skúla Gíslasyni trommara en þeir eiga það allir sameiginlegt að vinna með Daníel í hinum ýmsu verkefnum síðustu ár ásamt þvi að starfa með öllum helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar í hljóðveri og á sviði.
Gera má ráð fyrir góðum jólagestum þegar nær dregur.

Daníel Hjálmtýsson hefur verið hylltur sem ein mest spennandi rödd landsins síðustu misseri og fengið lof fyrir innilegan og magnaðan lifandi flutning.
Daníel gaf nýverið út tvær smáskífur með hljómsveit sinni HYOWLP auk þess sem Daníel hefur verið að vinna að sólóplötu síðustu ár. Von er á smáskífu af þeirri plötu á næstunni.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Daníel og hans fólk á Facebook með leitarorðinu Daníel Hjálmtýsson.

MIÐAR//TICKETS
Miðasala hefst á Tix.is þriðjudaginn 16.október kl. 10.00 en einnig er hægt að bóka borð og miða á info@idnorvk.is og í síma 537-8800 frá með föstudeginum 12.október 2018.

MIÐAVERÐ er 9.900 krónur

ATH.
TAKMARKAÐ MIÐAFRAMBOР