Tix.is

  • Dec 15th 8:00 PM
Ticket price:3.990 kr.
Event info

Prinsinn okkar allra kemur brokkandi til byggða í dúndrandi jólafíling. Einhvers staðar á heiðinni nær jólageggjunin hámarki og yðar hágöfgi umbreytist í Prins Jóló. Hann leggur leið sína rakleiðis niður í Gamla Bíó þar sem hann stígur á svið ásamt nokkrum af sínum annáluðustu öðlingum. Saman ætla þau að leika skástu lög Prinsins í hátíðlegum útgáfum og dusta rykið af nokkrum þolanlegum jólalögum úr eigin smiðju. Taktu 15. desember frá til að eiga heilaga stund með hirðinni.