Tix.is

Event info

Þann 14.september sendir Karl Olgeirsson frá sér nótnabókina Mitt bláa hjarta með 14 nýjum jazzsöngvum. Að því tilefni telur hann í útgáfutónleika í Hannesarholti. Höfundurinn mun sitja við flygilinn, segja frá lögunum og flytja þau beint upp úr bókinni. Þetta eru hlýleg og fjölbreytt lög sem fjalla um margvíslega hluti, t.d. ást, söknuð, gleði og veðrið. Einnig eru nátthrafnar, háskakvendi, draumóramenn, rifrildi og óljóst atvik sem á sér stað við Klambratún til umræðu.

Hljómplata með lögunum er væntanleg í lok október þar sem ýmsir listamenn flytja en hér gefst einstakt tækifæri að heyra lögin beint frá býli. Hægt er að kaupa nótnabókina á staðnum glóðvolga úr prentsmiðjunni.