Tix.is

Event info

Finnski hljómsveitarstjórinn og Íslandsvinurinn Anna Maria-Helsing stjórnar tveimur af mögnuðustu verkum Mozarts í Hofi og Langholtskirkju í Dymbilvikunni 2019.


Sálumessa Mozarts er margslungið verk og margt á huldu um tilurð þess. Þó liggur fyrir að það var samið að beiðni Walsegg greifa sem hugðist kynna sálumessuna sem sína eigin. Mozart lést hins vegar frá verkinu ókláruðu árið 1791 og kom það þá í hlut Franz Xaver Süssmayr að ljúka því. Afraksturinn er einstakt tónverk verk sem lætur engan ósnortinn.


D-moll píanókonsertinn er sérstakur fyrir það hvað hann er í raun rómantískur, jafnvel dramatískur. Enda hreifst ungur Beethoven sérstaklega af honum og flutti hann oft. Svo mikil áhrif hafði hann á Beethoven að margir héldu á sínum tíma að verkið væri eftir hann. Það er vonarstjarna sígildrar tónlistar á Norðurlandi, Alexander Edelstein, sem verður einleikari tónleikanna.


Sinfóníuhljómsveit Norðurlands 

Söngsveitin Fílharmonía 

Kammerkór Norðurlands 

Einleikari: Alexander Edelstein 

Hljómsveitarstjóri: Anna Maria-Helsing