Tix.is

Event info

Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri og dóttir hans, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari, flytja ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands einn fallegasta sellókonsert sögunnar, sellókonsert nr. 2 eftir Dvorák. Þá verður frumflutt nýtt verk eftir eitt af höfuðtónskáldum Akureyringa, Atla Örvarsson. Að lokum verður flutt stórvirkið Scheherazade eftir Korsakov. 

 
Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri vann mikilvægt starf fyrir Norðurland í ein 23 ár sem aðalhljómsveitarstjóri SN og dóttir hans, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari, steig sín fyrstu skref í Tónlistarskólanum á Akureyri og lék með SN og föður sínum á fjölmörgum tónleikum. Nú heimsækja þau Akureyri á ný, staðinn sem hafði mikil áhrif á listfengi þeirra, og leggja sitt af mörkum til að gera þessa hátíðlegu stund eftirminnilega í hugum áheyrenda.


Höfundar: Antonín Dvorák, Atli Örvarsson og Nikolai Rimsky Korsakov 

Einleikari: Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir 

Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson