Tix.is

Event info

Erla Dóra Vogler, mezzósópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari, halda upp á aldarafmæli Jórunnar Viðar árið 2018 með fjölda tónleika innan sem utan landsteinanna og upptöku geisladisks með söngverkum hennar. Afmælisárið nær hápunkti sínum á sjálfum 100 ára afmælisdegi Jórunnar, þann 7. desember 2018, með útgáfutónleikum í Hannesarholti.

Á geisladiskinum - sem og tónleikunum - má m.a. heyra lög sem sjaldan eða aldrei hafa verið flutt áður.

Jórunn Viðar (1918-2017) er meðal dáðustu tónskálda þjóðarinnar og var mikill frumkvöðull á því sviði. Hún var fyrsta íslenska konan með próf í tónsmíðum og eina konan í Tónskáldafélagi Íslands í um tvo áratugi. Hún var fyrst Íslendinga til að semja kvikmyndatónlist, samdi fyrsta íslenska ballettinn og fyrsta píanókonsertinn í fullri lengd.

Á tónleikunum má heyra þann framúrskarandi og fjölbreytta arf söngljóða sem hún lét þjóðinni í té á starfsævi sinni. 

Uppselt er á tónleikana 7. des. og aukatónleikar verða 8. des kl.17.