Tix.is

Event info

Tilraunapönkbandið Hórmónar sigraði Músíktilraunir árið 2016 og hefur síðan einbeitt sér að niðurrifi feðraveldisins og almennri upplausn í tónlist sinni.  

Aðalsmerki Hórmóna er brjáluð framkoma þeirra á tónleikum, feminískir pönktextar og róttæk orka. Textar þeirra eru öfgafullir, pólitískir og byltingarkenndir. Lögunum sjálfum er svo kannski best líkt við fullnægingu kvenna. Í þeim eru mörg ris í stað eins og endurspeglar það hugmyndafræði hljómsveitarinnar. Hljómsveitin hefur stigið á stokk á flestum stærstu hátíðum landsins og má þar nefna Iceland Airwaves 2016 og 2017, Secret Solstice 2016 og 2017, LungA 2017 og Eistnaflug 2018. Auk þessa hafa þau spilað ótal tónleika á nær öllum tónleikastöðum miðborgarinnar og unnu People’s Choice Award hjá Grapevine í janúar 2018. 

Fyrsta plata Hórmóna, Nanananabúbú, mun koma út 24. ágúst næstkomandi. Þann sama dag mun hljómsveitin efna til heljarinnar útgáfutónleika á Gauknum. Hórmónar koma til með að flytja plötuna eins og hún leggur sig. Hægt verður að nálgast plötuna á geisladiskaformi á staðnum. Platan mun auk þess koma út á Spotify þennan tiltekna dag. 

 Hljómsveitin samanstendur af Brynhildi Karlsdóttur - söngkonu, Hjalta Torfasyni - saxófónleikara og "noise", Katrínu Guðbjartsdóttur - gítarleikara, Urði Bergsdóttur - bassaleikara og söngkonu og Erni Gauta Jóhannssyni - trommuleikara.

''Their Friday show at Gaukurinn was off the hook and I had a fucking blast. I got in touch with my inner woman and apparently, she’s mad as hell. Riot.'' - Elías Þórsson, RVK Grapevine 

''Being screamed at has never felt better than it did from Hórmónar—hopefully due to their exhilarating stage presence, and not a dip in my self-esteem.'' - Greig Robertson, RVK Grapevine 

“Hórmónar, Iceland’s best new rock band is a feminist post-punk five-piece who just played their most important show to date at this year’s Airwaves Festival.” – Gabríel Benjamín, Line of Best Fit