Tix.is

Event info

Frumsýnt 29.desember

Ríkharður III er eitt af fyrstu leikritum Shakespeares og var frumflutt fyrir meira en fjögur hundruð árum. Samt hefur það ekki á nokkurn hátt misst gildi sitt, síst af öllu núna þegar siðmenning og mannúð eiga undir högg að sækja. Leikritið segir frá baráttu valdasjúks manns sem svífst einskis til að ná æðstu metorðum - verða konungur Englands. Hann vílar ekki fyrir sér að myrða þá sem ryðja þarf úr vegi og kvænast til að komast yfir krúnuna. Leikritið fjallar um hvernig hann kemst til valda sem samviskulaus morðingi. Eina markmið hans er alger yfirráð. 

Þetta er átakasaga þar sem heimar karla og kvenna takast á. Valdamiklir karlar setja leikreglur heimsins og valdalitlar konur eiga ekki annarra kosta völ en að hlýða. Ríkharður glímir við fimm kynslóðir kvenna sem gera allt sem þær geta til að hindra framgöngu hans. En hann er útsmoginn og óútreiknanlegur, tungulipur og eldsnöggur að hugsa. Hann er leikari og leikstjóri í sínu eigin siðlausa sjónarspili sem hann spinnur áfram af óhugnanlegri snilld. 

Listrænir stjórnendur:

Höfundur: William Shakespeare

Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson

Leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir

Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir

Búningar: Filippía I. Elísdóttir

Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson

Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín

Tónlist: Daníel Bjarnason

Danshöfundur: Valgerður Rúnarsdóttir

Leikgervi: Elín S. Gísladóttir

Hljóð: Baldvin Þór Magnússon 

Leikarar: Arnar Dan Kristjánsson, Davíð Þór Katrínarson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Halldór Gylfason, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Kristbjörg Kjeld, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sólbjört Sigurðardóttir, Valur Freyr Einarsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir.