Tix.is

Event info

Tónlistarkonurnar Margrét Hrafnsdóttir, söngkona, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari og Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari hlakka til að takast á við efnisskrá stútfulla af estrógeni, örlögum og sögum eftir mögnuð kventónskáld á tónleikum í Iðnó þriðjudaginn 19. júní kl. 20:30. Þær munu flytja tónlist eftir þær systur Nödju og Lili Boulanger, en Lili var einmitt fyrst kventónskálda sem hlaut hin virtu tónskáldaverðlaun “Prix de Rome” árið 1913 aðeins 19 ára gömul. Einnig er á efnisskránni tónlist eftir Maríu Szymanowska sem var miðdepill Pétursborgar í byrjun 19. aldar og Goethe á að hafa verið skotinn í henni. Hafdís Bjarnadóttir og Ingibjörg Azima samtímakonur eru báðar mjög framúrstefnulegar í sínum tónsmíðum og má þær ekki vanta í jafn ljóðræna efnisskrá og hér mun hljóma. Einnig verða frumflutt verk eftir Ingibjörgu Azimu við texta Gerðar Kristnýjar. Tónlist sem óverðskuldað hefur fallið í gleymskunnar dá og nýjar tónsmíðar tvinna saman skemmtilega en óvænta upplifun.

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði.