Tix.is

Event info

Það er komið að því að öðru sinni leiði Bartónar og The Harvard Din & Tonics saman hesta sína. Fyrir tveimur árum tóku kórarnir höndum saman og héldu glæsta tónleika í Gamla Bíói ásamt Svavari Knúti og nú skal ekkert gefið eftir frekar en fyrri daginn.

Bartónar hafa starfað í 8 ár og hafa höfuðstöðvar sínar á Kaffibarnum. Það er væntanlega einsdæmi í heiminum að bar haldi úti heilum karlakór en þar af leiðandi rökrétt að sönghópur sem kennir sig við áfengan drykk leiti samstarfs við kórinn.

Din & Tonics eru eitt af einkennismerkjum Harvard háskóla. Sönghópurinn, sem syngur í hefðbundnum „a capella“ stíl þeirra vestanmanna, var stofnaður árið 1979. Þeir hafa gegnum árin fært fólki metnaðarfullan tónlistarflutning, kryddaðan með hnyttnum hreyfingum og hafa þeir gert garðinn frægan um allan heim. Tónlistina sækja þeir úr ýmsum áttum og má á efnisskránni finna sígilda djass slagara í bland við nýjustu smelli frá hljómsveitum á við a-ha og Wulfpeck, allt er þetta flutt með kímnum blæ og bros á vör.

Reykjavík er fyrsti viðkomstaður hópsins í tíu vikna tónlekaferð um Evrópu, Asíu og Ástralíu. Hann kom fyrst til íslands 2010 og aftur 2016 og fagna endurkomu sinni og sérstaklega endurteknu samstarfi við Bartóna. Það er óhætt að segja að þetta sé fögnuður sem þú vilt ekki missa af.