Tix.is

Event info
Nicholas Andrew Cave, NICK CAVE, fagnaði 60 ára afmæli sínu á síðasti ári og er nú komið að því að fagna ferli og lífi þessa merka Ástrala. 
Einblínt verður á lagasmíðar Nick Cave & The Bad Seeds en sú sveit fagnar einmitt 35 ára starfsafmæli á þessu ári. 

Cave hefur komið að útgáfu á yfir 20 hljóðversplötum auk þess sem hann hefur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda og smærri verkefna. Þá hafa einnig verið gerðar nokkrar heimildarmyndir um Cave - enda maðurinn einn merkasti tónlistamaður samtímans. 
Nick Cave hefur þá einnig heimsótt Ísland alls fjórum sinnum auk þess að vinna með Vesturporti og er því sannkallaður "Íslandsvinur". 

Daníel Hjálmtýsson (söngur, píanó, gítar) sér um að túlka Nick Cave en honum til halds og trausts verður úrval tónlistarmanna og kvenna sem saman túlka og mynda The Bad Seeds: 

Birkir Rafn Gíslason - gítar/raddir
Ester Petra Gunnarsdóttir - fiðla/raddir
Hálfdán Árnason - bassi/raddir
Magnús Jóhann Ragnarsson - píanó, hljóðgervlar og orgel
Skúli Gíslason - trommur/raddir 
SÉRSTAKIR GESTIR 

TÓNLEIKAR HEFJAST Á SLAGINU 21.00