Tix.is

Event info

JóiPé x Króli skutust upp á stjörnuhimininn seint á síðasta ári með sinni fyrstu plötu Gerviglingur og hafa þeir notið mikillar velgengni síðan.  Á aðeins nokkrum mánuðum heftur tónlist þeirra verið streymt yfir 12 milljón sinnum á Spotify sem er einsdæmi á Íslandi. Drengirnir gáfu svo út nýja 18 laga plötu nú í apríl sl. sem ber heitið Afsakið Hlé og þar kveður aðeins við öðruvísi tón en áður, en hún er persónulegri en það sem áður hefur komið frá þeim.  Margt hefur breyst í lífi þessara ungu drengja og fjalla lögin á plötunni um þeirra reynslu og tilfinningar síðastliðna hálfa árið.  Platan hefur fengið ótrúlegar viðtökur og er hún komin með yfir 2 milljónir spilana á þremur vikum.