Tix.is

Event info

Um viðburðinn

Ráðstefnan „Verndarsvæði og þróun byggðar“ verður haldin í Veröld, húsi Vigdísar, föstudaginn 27. apríl næstkomandi. Sex erlendir fyrirlesarar segja frá áhugaverðum dæmum um lausnir sem tryggja vernd samhliða hagnýtingu náttúrugæða og menningararfs. Markmiðið er að byggð og verndun styðji hvert annað og hafi þannig jákvæð áhrif á byggðaþróun.

Ráðstefnan er innlegg í umræðu hér á landi sem alltof oft snýst um að byggðaþróun og umhverfisvernd fari ekki saman. En reynsla annarra þjóða sýnir að verndun umhverfis þarf ekki að stangast á við byggð og atvinnurekstur, heldur getur hún stutt við blómlega búsetu.

Hádegisverður er innifalinn í ráðstefnugjaldi. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.