Tix.is

Event info

Aðeins 16 ára gamall gaf Máni Orrason út sitt fyrsta lag ‘Fed all my days’. Þetta grípandi folk/popp skaut Mána upp á stjörnuhimininn og lagið tyllti sér í efstu sæti vinsældalista útvarpsstöðva það árið. Hans fyrsta plata ‘Repeating patterns’ fylgdi svo í kjölfarið og fékk lof gagnrýnanda. 

Nýverið kom svo út platan ‘I Woke Up Waiting’, þroskaðari plata en sú fyrri og viðfangsefnin eftir því. Hann talar um baráttu sína við Búlimíu, þunglyndi, kvíða og stretið sem hann upplifði eftir að hann ákvað að gera tónlist að sínu ævistarfi og segir segir Máni: “Mér leið á tímabili eins og það væri ekkert sem væri þessi virði að vakna fyrir. Ég vissi ekkert hvert ég stefndi. Ég vona að fólk sem er að fara í gegn um flókna tíma og upplifi sig einmana geti fundið tengingu í þessari plötu, svipaða og þá tengingu sem ég fann við uppáhalds plöturnar mínar”.

Máni hefur verið búsettur erlendis frá því að hann var barn og síðastliðin ár túrað víðsvegar um Evrópu m.a. í Hollandi, Þýskalandi, Sviss og Austurríki. Á mánaðarlöngum túr um Evrópu, þar sem hann fylgir nýjustu plötu sinni eftir, endar hann á Íslandi þar sem hann spilar á Húrra þann 26.maí. Tónleikar hans hér á landi verða því einstakir, bæði fyrir þig miðahafi góður og Mána sjálfan.