Tix.is

Event info

Kvöldstund með Kristínu Eiríks í Hannesarholti, sem deilir með gestum hugsunum sínum og draumum, segir frá áhrifavöldum og leiðinni sem leiddi til rithöfundaferils.

Fyrsta ljóðabók Kristínar, Kjötbærinn, kom út árið 2004. Áður höfðu ljóð hennar birst í tímaritum og dagblöðum. Á eftir fylgdu svo ljóðabækurnar Húðlit Auðnin árið 2006 og Annarskonar sæla árið 2008. Árið 2010 kom út smásagnasafnið Doris deyr og haustið 2012 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu, Hvítfeld – fjölskyldusaga. Hún hefur einnig samið leikrit, þar á meðal Karma fyrir fugla ásamt Kari Ósk Grétudóttur, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 2013 og Hystory sem sett var upp í Borgarleikhúsinu árið 2015.

Sögur hennar og ljóð hafa verið þýdd yfir á dönsku, þýsku og ensku. Kristín hlaut Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir ljóðabókina KOK árið 2014, og Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna og Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Elín, ýmislegt sem kom út árið 2017.