Tix.is

Event info

Verkið var frumsýnt í Mengi 10. ágúst á síðasta ári. Nú verður það flutt sem partur af danshátíð Tjarnarbíós, Vorblót 2018!

Föstudaginn 13. apríl kl. 18:00 - ATH - Aðeins þessi eina sýning!

„Mamma sagði mér alltaf að ég gæti orðið allt sem ég óskaði mér þegar ég yrði stór.“

"WikiHow to Start a Punk Band" er verk þar sem dansarinn og danshöfundurinn Gígja Jónsdóttir stofnar pönkhljómsveit í samvinnu við áhorfendur út frá leiðbeiningum af vefsíðunni wikihow.com.

WikiHow.com er staðurinn þar sem draumar verða að veruleika - þar á hver sem er á að geta lært hvað sem er. Á einu kvöldi munum við meika það.

"WikiHow to Start a Punk Band" er á sama tíma fögnuður sem og gagnrýni á hinni svokölluðu DIY (“do it yourself”) menningu Internetsins. Verkið veltir upp spurningum um upplýsingar, frumleika, höfundarétt og markaðsvæðingu listgreina á Internet-öld.

“Með Internet tengingu og viljastyrk getur manneskjan lært að gera nánast allt.“


Gígja Jónsdóttir útskrifaðist af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. Hún stundar nú mastersnám í myndlist við San Francisco Art Institute.

http://www.gigjajonsdottir.com/


Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg.