Tix.is

Event info

Hljómsveitin Beebee and the bluebirds gaf nýverið út plötuna“Out of the dark”. Platan hefur fengið góðar viðtökur og samnefnt lag náði góðu flugi á síðasta ári bæði á X-inu og Rás 2. “Out of the dark” er önnur plata þeirra, en sú fyrri kom út árið 2014. Tónlistinni þeirri má lýsa sem blúsrokki með soulívafi. Hljómsveitin hefur komið víða við og hefur spilað á fjölbreyttum tónlistarhátíðum eins og Iceland Airwaves, Blúshátíð Reykjavíkur, Drangey Music Festival, ásamt fleiri hátíðum erlendis.

Hljómsveitina skipa:
Brynhildur Oddsdóttir - Söngur, rafmagnsgítar
Brynjar Páll Björnsson - Bassi
Tómas Jónsson - Rhodes/hammond/bakraddir
Ásmundur Jóhannsson - Trommur

Hljómsveitin Lucy in Blue hitar upp fyrir Beebee. Lucy in Blue er íslensk hljómsveit sem spilar tónlist sem hefur verið kennd við sýrurokk sjöunda og áttunda áratugar seinustu aldar með vott af nútímalegu ívafi. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu í lok 2016 og munu brátt gefa út aðra.

Bandið skipa:
Arnaldur Ingi Jónsson - Hljómborð og söngur
Steinþór Bjarni Gíslason - Gítar og söngur
Þórsson - Trommur Matthías
Hlífar Mogensen - Bassi og söngur