Tix.is

Event info

Concerto viðburðir kynna með stolti tónleika með stórhljómsveitinni for KING & COUNTRY í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, fimmtudaginn 24. maí. 

Grípandi melódíur, kröftug keyrsla, mikilfenglegur hljóðfæraleikur og einlæg framkoma eru helstu einkenni hljómsveitarinnar for KING & COUNTRY. Ástralska tvíekið, sem samanstendur af bræðrunum Joel og Luke Smallbone, vakti fyrst eftirtekt með útgáfu plötunnar Crave árið 2012, og vann viðurkenningu Billboard sem „New Artists to Watch“ sama ár. Næsta plata þeirra RUN WILD. LIVE FREE. LOVE STRONG. fór í fyrsta sæti á iTunes listanum og hlaut tvenn Grammy verðlaun. Bræðurnir hafa einnig starfað mikið með systur þeirra sem heitir Rebecca St. James og hafa þau bæði gefið út efni saman og haldið fjölmarga sameiginlega viðburði.

Hljómsveitin kom fram á yfir 150 tónleikum árið 2016 og spilaði fyrir um milljón aðdáendur. Þeir hafa selt yfir 600.000 hljómplötur og auk þess hefur lögum þeirra verið streymt yfir 150.000.000 sinnum. Þeir hafa komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum, þar á meðal The View, Jimmy Kimmel Live!, The Today Show, The Tonight Show, FOX and Friends og hafa átt lög á Emmy, Super Bowl, Sunday Night Football, US Open, 7UP svo eitthvað sé nefnt.

Vorið 2018 mun for KING & COUNTRY fara á tónleikaferðalag um Bandaríkin með hljómsveitinni Skillet og halda síðan sína fyrstu tónleika á Íslandi í lok maí.

Þetta er viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Miðaverð:
4.990 kr.